„Fólk segir margt á Twitter“ Snorri Másson skrifar 5. mars 2022 12:04 Einar Þorsteinsson verður að öllum líkindum oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor. RÚV Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022 Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022
Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira