„Fólk segir margt á Twitter“ Snorri Másson skrifar 5. mars 2022 12:04 Einar Þorsteinsson verður að öllum líkindum oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor. RÚV Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022 Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022
Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira