Heiðarleiki eða stéttarsvik? Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 4. mars 2022 11:01 Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar