Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 14:51 Átökin brutust út við Vallaskóla á Selfossi. Árborg Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15