Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. mars 2022 08:00 Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Utanríkismál Jón Frímann Jónsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar