Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2022 20:01 Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir fæddist í vesturhluta Úkraínu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Hún segir það vera mikilvæg skilaboð ef gatan þar sem Rússneska sendiráðið í Reykjavík er yrði nefnd Kænugarðsstræti. Stöð 2/Egill Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. Götunöfnum hér og þar hefur verið breytt í pólitískum tilgangi eins og í Budapest í Ungverjalandi í fyrra. Þá tóku borgaryfirvöld upp á því að nefna götur í kringum stórt landsvæði í borginni þar sem Kínverjar hugðust byggja stóran háskólakampus í "Hong Kong frelsisstræti" og "Dalai Lama stræti." Það er því ekki einstakt í heiminum að götunöfnum sé breytt þjóðum til heiðurs eða stuðnings. Nú hefur Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagt til að nafni Garðastrætis, þar sem rússneska sendiráðið er, verði breytt úr Garðastræti í Kænugarðsstræti. Eyþór Arnalds segir við hæfi að Reykvíkingar styðji sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti.Sröð 2/Egill „Nú er sótt að Kænugarði. Við höfum þessi tengsl við Kænugarð og Úkraínu frá fornu. Það er viðeigandi að sýna móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg,“ segir Eyþór. Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir er fædd og uppalin í vesturhluta Úkraínu en hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri og býr nú við Garðastræti. Henni finnst þetta frábær tillaga. „Þegar ég frétti af þessari tillögu þá snertir hún mig mjög mikið. Ég er virkilega ánægð með tillöguna og vona að hún fái að ganga í gegn." Þér finnst hún vera að senda rétt skilaboð? „ Já svo sannarlega. Kænugarður er íslenskt orð frá því víkingar frá Skandinavíu fóru til Kiev. Þannig að mér finnst þetta frábær tenging milli Íslands og Úkraínu,“ segir Viktoría. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í skipulagsráði borgarinnar í morgun. Eyþór minnir á að Eystrasaltsríkin hafi til að mynda heiðrað Íslendinga með Íslands-, Reykjavíkurstrætum og torgum. „Þar voru Eystrasaltsríkin að þakka fyrir sig. Við vorum fyrst til að viðurkenna þau þegar Eystrasaltsríkin brutust til sjálfstæðis. Núna er sótt að sjálfstæði Úkraínu og mér finnst sjálfsagt að við styðjum við bakið á fólkinu þar,“ segir Eyþór. Viktoría segist eiga fjölda skyldmenna, vina og bekkjarfélaga sem nú væri verið að senda í stríð eins og alla karlmenn frá 18 til 60 ára. „Þótt það séu fjölskyldur sem vilja flýja þá eru þær aðskildar. Þannig að konur og börn geta farið yfir landamærin en karlmenn verða að vera eftir. Það er líka voðalega erfitt og ég þekki margar fjölskyldur, vinafjölskyldur mínar, sem vilja ekki yfirgefa Úkraínnu af þessum ástæðum,“ segir Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Rússland Skipulag Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Götunöfnum hér og þar hefur verið breytt í pólitískum tilgangi eins og í Budapest í Ungverjalandi í fyrra. Þá tóku borgaryfirvöld upp á því að nefna götur í kringum stórt landsvæði í borginni þar sem Kínverjar hugðust byggja stóran háskólakampus í "Hong Kong frelsisstræti" og "Dalai Lama stræti." Það er því ekki einstakt í heiminum að götunöfnum sé breytt þjóðum til heiðurs eða stuðnings. Nú hefur Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagt til að nafni Garðastrætis, þar sem rússneska sendiráðið er, verði breytt úr Garðastræti í Kænugarðsstræti. Eyþór Arnalds segir við hæfi að Reykvíkingar styðji sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti.Sröð 2/Egill „Nú er sótt að Kænugarði. Við höfum þessi tengsl við Kænugarð og Úkraínu frá fornu. Það er viðeigandi að sýna móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg,“ segir Eyþór. Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir er fædd og uppalin í vesturhluta Úkraínu en hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri og býr nú við Garðastræti. Henni finnst þetta frábær tillaga. „Þegar ég frétti af þessari tillögu þá snertir hún mig mjög mikið. Ég er virkilega ánægð með tillöguna og vona að hún fái að ganga í gegn." Þér finnst hún vera að senda rétt skilaboð? „ Já svo sannarlega. Kænugarður er íslenskt orð frá því víkingar frá Skandinavíu fóru til Kiev. Þannig að mér finnst þetta frábær tenging milli Íslands og Úkraínu,“ segir Viktoría. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í skipulagsráði borgarinnar í morgun. Eyþór minnir á að Eystrasaltsríkin hafi til að mynda heiðrað Íslendinga með Íslands-, Reykjavíkurstrætum og torgum. „Þar voru Eystrasaltsríkin að þakka fyrir sig. Við vorum fyrst til að viðurkenna þau þegar Eystrasaltsríkin brutust til sjálfstæðis. Núna er sótt að sjálfstæði Úkraínu og mér finnst sjálfsagt að við styðjum við bakið á fólkinu þar,“ segir Eyþór. Viktoría segist eiga fjölda skyldmenna, vina og bekkjarfélaga sem nú væri verið að senda í stríð eins og alla karlmenn frá 18 til 60 ára. „Þótt það séu fjölskyldur sem vilja flýja þá eru þær aðskildar. Þannig að konur og börn geta farið yfir landamærin en karlmenn verða að vera eftir. Það er líka voðalega erfitt og ég þekki margar fjölskyldur, vinafjölskyldur mínar, sem vilja ekki yfirgefa Úkraínnu af þessum ástæðum,“ segir Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Rússland Skipulag Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53