Leikskóli sem virkar fyrir alla Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:00 Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun