Leikskóli sem virkar fyrir alla Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:00 Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun