Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2022 20:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík sækist eftir því að leiða lista flokksins í borginni áfram. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira