Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón. Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05
Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08