Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Erlent 3.3.2025 07:11
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Innlent 2.3.2025 20:07
Starmer segir tíma aðgerða til kominn Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés. Erlent 2.3.2025 18:31
Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Erlent 1. mars 2025 00:11
Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Úkraínu og Vólódímír Selenskí forseta eftir fund hans með Bandaríkjaforseta og varaforseta. Erlent 28. febrúar 2025 23:21
„Við gefumst ekki upp á ykkur“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi Íslands við Úkraínu eftir að upp úr sauð á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Innlent 28. febrúar 2025 21:47
„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. Innlent 28. febrúar 2025 21:33
Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Innlent 28. febrúar 2025 20:49
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. Erlent 28. febrúar 2025 19:52
Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Erlent 28. febrúar 2025 18:55
„Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Erlent 27. febrúar 2025 23:00
Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 27. febrúar 2025 10:10
„En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar. Erlent 26. febrúar 2025 23:02
Chamberlain eða Churchill leiðin? Nýjar sviptingar á pólitíska sviðinu sýna fram á að það er ekki einungis járntjald í Evrópu heldur eru að myndast járnveggir báðum megin við álfuna. Það lítur út fyrir að Bandaríkin séu mögulega í fyrsta skiptið að snúa bakinu við Evrópu, allavegana í orði, og rétta fram sáttarhönd til Rússlands þess í stað. Skoðun 26. febrúar 2025 12:01
Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. Skoðun 26. febrúar 2025 10:47
Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Hópur sem segir sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision skorar á RÚV að beita sér fyrir því að KAN, ísraelska ríkisfjölmiðlinum, verði vikið úr Eurovision árið 2025. Hópurinn sendi bréf á útvarpsstjóra í vikunni. Tæp fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael er leyft að taka þátt. Innlent 26. febrúar 2025 06:46
Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. Erlent 25. febrúar 2025 19:40
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. Erlent 25. febrúar 2025 18:07
Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Erlent 25. febrúar 2025 08:08
Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Innlent 25. febrúar 2025 06:59
Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. Innlent 24. febrúar 2025 21:15
Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir tilfinningaþrungið ástand ríkja í Úkraínu en hún var meðal þeirra leiðtoga sem heimsóttu Kænugarð í dag. Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður um 3,6 milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Innlent 24. febrúar 2025 20:02
Segir Selenskí á leið til Washington Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 24. febrúar 2025 18:57
Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. Erlent 24. febrúar 2025 17:12