Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 23:12 Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Rússlandsforseta í dag. Getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. Rússnesk yfirvöld hafna því alfarið að þau stefni á að ráðast inn í Úkraínu en um 100 þúsund hermenn eru nú staðsettir á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið var símtalið milli leiðtoganna í dag árangurslítið en Biden sagði við Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef Rússar ákveða að ráðast inn í Úkraínu. Pútín sagði á móti að Bandaríkin hefðu ekki tekið nægilega inn í reikninginn þeirra áhyggjur, meðal annars um aðgerðir NATO og útbreiðslu þeirra. Bandarísk stjórnvöld beindu því í gær til bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta en Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, sagði ógnina af innrás yfirvofandi og því skynsamlegt að fara. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað, meðal annars Bretland, Holland, Lettland, Japan, Þýskaland og Suður-Kórea. Þá hefur utanríkisþjónustan hvatt Íslendinga í landinu til þess að láta vita af sér og huga vel að ferðaskilríkjum sínum. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Rússland Úkraína Bandaríkin Joe Biden Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Rússnesk yfirvöld hafna því alfarið að þau stefni á að ráðast inn í Úkraínu en um 100 þúsund hermenn eru nú staðsettir á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið var símtalið milli leiðtoganna í dag árangurslítið en Biden sagði við Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef Rússar ákveða að ráðast inn í Úkraínu. Pútín sagði á móti að Bandaríkin hefðu ekki tekið nægilega inn í reikninginn þeirra áhyggjur, meðal annars um aðgerðir NATO og útbreiðslu þeirra. Bandarísk stjórnvöld beindu því í gær til bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta en Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, sagði ógnina af innrás yfirvofandi og því skynsamlegt að fara. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað, meðal annars Bretland, Holland, Lettland, Japan, Þýskaland og Suður-Kórea. Þá hefur utanríkisþjónustan hvatt Íslendinga í landinu til þess að láta vita af sér og huga vel að ferðaskilríkjum sínum. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev.
Rússland Úkraína Bandaríkin Joe Biden Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“