Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en um er að ræða niðurstöður könnunar Prósents.
65 prósent kvenna segjast andvíg kvótakerfinu en 59 prósent karla. Sömuleiðis eru 65 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins á móti kvótakerfinu en 55 prósent íbúa á landsbyggðinni.
Sé horf til aldurshópa er andstaðan mest meðal einstaklinga á aldrinum 35 til 44 ára; 71 prósent. Andstaðan er minnst meðal ungmenna á aldrinum 18 til 24 ára en í þeim aldurshóp er að finna stærsta hóp þeirra sem segjast hvorki með né á móti kvótakerfinu; 35 prósent.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir erfitt að draga skýrar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar, enda hafi fólk margar og misjafnar skoðanir á því hvernig breyta eigi kerfinu.
„Ég hef séð svona spurningar og niðurstöður áður þannig að þetta kemur mér ekki á óvart,“ hefur Fréttablaðið eftir Heiðrúnu.