Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 07:31 ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Íslenska krónan Utanríkismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun