Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2022 22:22 Theódór Þórðarson er skipstjóri og stýrimaður á Venusi NS. Egill Aðalsteinsson Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Venus, skip Brims, leggjast að bryggju í Reykjavík eftir að hafa landað 2.700 tonnum á Akranesi. Skipverjarnir bjuggust við að halda beint út á miðin þegar þeim var tilkynnt af útgerðinni að hlé skyldi gert á veiðum. Venus NS kemur til Reykjavíkur í dag eftir að hafa landað 2.700 tonnum af loðnu á Akranesi.Vilhelm Gunnarsson Venus er næstaflahæsta skipið á vertíðinni til þessa, með 18.128 tonn. Aðeins Börkur NK hefur veitt meira, eða 18.799 tonn, samkvæmt aflalista Fiskistofu í dag. Í þriðja sæti er Beitir NK, með 17.659 tonn. Á Skarfabakka í Sundahöfn spurðum við Theódór Þórðarson skipstjóra hvernig þetta legðist í þá: „Við verðum bara að taka því. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem kemur eitthvert hökt í þessar loðnuveiðar.“ -Þið eruð ekki hundfúlir? „Jú, jú. Svona í aðra röndina. Við verðum bara að taka þessu,“ svarar Theódór. Blússandi gangur var kominn í veiðina þótt loðnan hafi verið dreifð í fyrstu. „Það eru búnar að koma nokkrar.. fjórar fimm gusur. Þannig að það er búin að vera mjög góð veiði á köflum. Enda búið að veiða töluvert.“ -Það hafa borist fréttir af mokveiði síðustu daga og viku. „Já, já. Það hefur verið mokveiði á köflum. Menn að fá góðan afla á skömmum tíma.“ Börkur NK er aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með 18.799 tonn. Hér er hann að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með 3.400 tonna loðnufarm, sem þá var met.SVN/Ómar Bogason Búið er að binda Venus við bryggju og líklegt að það sama gerist hjá meirihluta loðnuskipanna á næstu dögum. Þó er búist við að þær útgerðir sem hafa bestu kvótastöðuna haldi áfram veiðum næstu daga. „Ætli flestir stoppi nú ekki. Það er eitthvað misjöfn kvótastaðan hjá útgerðunum. Allavega það var ákveðið að stoppa okkur. Geyma restina. Gera sem mest úr þessu,“ segir Theódór. Hann segist reikna með vikustoppi en síðan fer að styttast í hrygningu og loðnan að komast í sitt verðmætasta form. Þeir á Venusi bíða því spenntir eftir framhaldinu. „Já, já. Að sjálfsögðu. Það er skemmtilegasti tíminn eftir, nótaveiðin,“ segir skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um viðvörun Hafrannsóknastofnunar í frétt Stöðvar 2 í gær: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Reykjavík Brim Tengdar fréttir Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Venus, skip Brims, leggjast að bryggju í Reykjavík eftir að hafa landað 2.700 tonnum á Akranesi. Skipverjarnir bjuggust við að halda beint út á miðin þegar þeim var tilkynnt af útgerðinni að hlé skyldi gert á veiðum. Venus NS kemur til Reykjavíkur í dag eftir að hafa landað 2.700 tonnum af loðnu á Akranesi.Vilhelm Gunnarsson Venus er næstaflahæsta skipið á vertíðinni til þessa, með 18.128 tonn. Aðeins Börkur NK hefur veitt meira, eða 18.799 tonn, samkvæmt aflalista Fiskistofu í dag. Í þriðja sæti er Beitir NK, með 17.659 tonn. Á Skarfabakka í Sundahöfn spurðum við Theódór Þórðarson skipstjóra hvernig þetta legðist í þá: „Við verðum bara að taka því. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem kemur eitthvert hökt í þessar loðnuveiðar.“ -Þið eruð ekki hundfúlir? „Jú, jú. Svona í aðra röndina. Við verðum bara að taka þessu,“ svarar Theódór. Blússandi gangur var kominn í veiðina þótt loðnan hafi verið dreifð í fyrstu. „Það eru búnar að koma nokkrar.. fjórar fimm gusur. Þannig að það er búin að vera mjög góð veiði á köflum. Enda búið að veiða töluvert.“ -Það hafa borist fréttir af mokveiði síðustu daga og viku. „Já, já. Það hefur verið mokveiði á köflum. Menn að fá góðan afla á skömmum tíma.“ Börkur NK er aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með 18.799 tonn. Hér er hann að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með 3.400 tonna loðnufarm, sem þá var met.SVN/Ómar Bogason Búið er að binda Venus við bryggju og líklegt að það sama gerist hjá meirihluta loðnuskipanna á næstu dögum. Þó er búist við að þær útgerðir sem hafa bestu kvótastöðuna haldi áfram veiðum næstu daga. „Ætli flestir stoppi nú ekki. Það er eitthvað misjöfn kvótastaðan hjá útgerðunum. Allavega það var ákveðið að stoppa okkur. Geyma restina. Gera sem mest úr þessu,“ segir Theódór. Hann segist reikna með vikustoppi en síðan fer að styttast í hrygningu og loðnan að komast í sitt verðmætasta form. Þeir á Venusi bíða því spenntir eftir framhaldinu. „Já, já. Að sjálfsögðu. Það er skemmtilegasti tíminn eftir, nótaveiðin,“ segir skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um viðvörun Hafrannsóknastofnunar í frétt Stöðvar 2 í gær:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Reykjavík Brim Tengdar fréttir Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21
Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21