Ber engin skylda til að upplýsa um einstaka smit í bekkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 11:32 Helgi Grímsson, er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. Miklar breytingar urðu á miðvikudaginn þegar slakað var á reglum um sóttkví. Það fól meðal annars í sér það að smitrakningu sem skólastjórnendur sinntu þegar nemendur greindust með Covid-19 var hætt. Vilja viðhalda upplýsingagjöfinni en ekki greina frá hverju einasta smiti Fyrir breytinguna var það yfirleitt þannig að þegar smit kom upp í skólastarfi voru foreldrar eða forráðamenn barna upplýstir um slíkt. Nú hefur orðið breyting á hlutverki skólastjórnenda. „Okkar leiðsögn til skólastjórnenda verður þannig að ef þeir eru ennþá að fá upplýsingar um smit í bekk eða árgangi, ef það eru komin einhver tvö, þrjú, fjögur smit, að þeir geti þá sagt að það sé ennþá að greinast smit í viðkomandi árgangi og hvetja foreldra til að fara varlega og fylgjast vel með einkennum barnanna,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Upplýsingagjöfin hefur í raun snúist við.Vísir/Vilhelm Eftir að slakað var á reglum um sóttkví er það orðið svo að stjórnendur skóla fá ekki upplýsingar frá Almannavörnum þegar nemandi viðkomandi skóla greinist. Nú eru það einungis foreldrar eða forráðamenn sem tilkynna skólanum um að barnið eða börnin þeirra greinist með Covid-19. Upplýsingagjöfin hefur því í raun snúist við. „Þeim ber heldur ekki skylda til að tilkynna. Þetta er bara eins og með önnur veikindi. Þau geta tilkynnt að barn sé veikt án þess að vera að gefa upp ástæður veikinda,“ segir Helgi. Því er hlutverk skólastjórnenda í raun orðið það sama og það var fyrir heimsfaraldurinn, að láta foreldra vita ef einhvers konar veikindu eru að ganga. „Það er í raun ákveðin hvatning og samstaða en ekki skylda, hvorki foreldra né stjórnenda, til að upplýsa. Við erum von að taka á alls konar hlutum eins og flensu, njálg og lús og það er í þannig aðstæðum að ef menn sjá að það er eitthvað í gangi þá upplýsa menn en við viljum ekki að það sé verið að senda póst eftir hvert mögulegt smit,“ segir Helgi. Gengið vel þrátt fyrir að breytingarnar hafi borið brátt að Í aðdraganda breytinganna á sóttkvíarreglum var greint frá því að kennarar væru nokkuð uggandi yfir þeim, þar sem skyndilega var bundinn endi á sóttkví fjölda nemenda. Helgi segir þó að skólastarfið hafi gengið vel síðustu tvo daga. „Heilt yfir séð gekk þetta mjög vel. Börnin komu glöð í skólann, einstaka starfsmenn voru óöruggir og það er eðlilegt. Þá bara þarf að tala sig í gegnum svona breytingar,“ segir Helgi. Hann var einmitt nýbúinn að fá svör frá skólastjórnendum í Reykjavík hvernig hefði gengið á miðvikudag og fimmtudag þegar Vísir náði tali af honum. „Ég held að þetta hafi farið betur en ég kannski þorði að vona að því að þetta kom svo bratt og án undirbúnings. Eins og stjórnendur töluðu um í gær þá er bara staðan góð.“ Vonar að afléttingin verði tekin í þrepum hvað varðar skólana Ríkisstjórn mun kynna aðgerðaráætlun sína í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða á eftir. Helgi segir að hann vonist til þess að hún verði stigin í varfærnum skrefum. „Ég hefði viljað gjarnan viljað að það verði farið hægt í breytingar á skólastarfi, að við héldum áfram takmörkunum út af því hvað þetta er mikil breyting varðandi sóttkví.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Miklar breytingar urðu á miðvikudaginn þegar slakað var á reglum um sóttkví. Það fól meðal annars í sér það að smitrakningu sem skólastjórnendur sinntu þegar nemendur greindust með Covid-19 var hætt. Vilja viðhalda upplýsingagjöfinni en ekki greina frá hverju einasta smiti Fyrir breytinguna var það yfirleitt þannig að þegar smit kom upp í skólastarfi voru foreldrar eða forráðamenn barna upplýstir um slíkt. Nú hefur orðið breyting á hlutverki skólastjórnenda. „Okkar leiðsögn til skólastjórnenda verður þannig að ef þeir eru ennþá að fá upplýsingar um smit í bekk eða árgangi, ef það eru komin einhver tvö, þrjú, fjögur smit, að þeir geti þá sagt að það sé ennþá að greinast smit í viðkomandi árgangi og hvetja foreldra til að fara varlega og fylgjast vel með einkennum barnanna,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Upplýsingagjöfin hefur í raun snúist við.Vísir/Vilhelm Eftir að slakað var á reglum um sóttkví er það orðið svo að stjórnendur skóla fá ekki upplýsingar frá Almannavörnum þegar nemandi viðkomandi skóla greinist. Nú eru það einungis foreldrar eða forráðamenn sem tilkynna skólanum um að barnið eða börnin þeirra greinist með Covid-19. Upplýsingagjöfin hefur því í raun snúist við. „Þeim ber heldur ekki skylda til að tilkynna. Þetta er bara eins og með önnur veikindi. Þau geta tilkynnt að barn sé veikt án þess að vera að gefa upp ástæður veikinda,“ segir Helgi. Því er hlutverk skólastjórnenda í raun orðið það sama og það var fyrir heimsfaraldurinn, að láta foreldra vita ef einhvers konar veikindu eru að ganga. „Það er í raun ákveðin hvatning og samstaða en ekki skylda, hvorki foreldra né stjórnenda, til að upplýsa. Við erum von að taka á alls konar hlutum eins og flensu, njálg og lús og það er í þannig aðstæðum að ef menn sjá að það er eitthvað í gangi þá upplýsa menn en við viljum ekki að það sé verið að senda póst eftir hvert mögulegt smit,“ segir Helgi. Gengið vel þrátt fyrir að breytingarnar hafi borið brátt að Í aðdraganda breytinganna á sóttkvíarreglum var greint frá því að kennarar væru nokkuð uggandi yfir þeim, þar sem skyndilega var bundinn endi á sóttkví fjölda nemenda. Helgi segir þó að skólastarfið hafi gengið vel síðustu tvo daga. „Heilt yfir séð gekk þetta mjög vel. Börnin komu glöð í skólann, einstaka starfsmenn voru óöruggir og það er eðlilegt. Þá bara þarf að tala sig í gegnum svona breytingar,“ segir Helgi. Hann var einmitt nýbúinn að fá svör frá skólastjórnendum í Reykjavík hvernig hefði gengið á miðvikudag og fimmtudag þegar Vísir náði tali af honum. „Ég held að þetta hafi farið betur en ég kannski þorði að vona að því að þetta kom svo bratt og án undirbúnings. Eins og stjórnendur töluðu um í gær þá er bara staðan góð.“ Vonar að afléttingin verði tekin í þrepum hvað varðar skólana Ríkisstjórn mun kynna aðgerðaráætlun sína í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða á eftir. Helgi segir að hann vonist til þess að hún verði stigin í varfærnum skrefum. „Ég hefði viljað gjarnan viljað að það verði farið hægt í breytingar á skólastarfi, að við héldum áfram takmörkunum út af því hvað þetta er mikil breyting varðandi sóttkví.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira