Ríkisborgararéttur og Alþingi Jón Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 20:00 Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins. Málið er miklu einfaldara en þingmenn láta í veðri vaka. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir árið 2018 við óeðlilega langan afgreiðslutíma um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Í ljós kom að almenna biðröðin eftir ríkisborgararétti var stífluð vegna þess að mjög stór hluti umsækjenda óskaði eftir því að umsóknir sínar yrðu sendar beint til Alþingis. Útlendingastofnun var síðan upptekin af því að vinna umsagnir til Alþingis um allar þennan fjölda. Einhverra hluta vegna hafði stofnunin komið upp því vinnulagi að þeir sem fóru fram hjá lögbundinni stjórnsýslu og sóttu um ríkisborgararétt með lagabreytingu frá Alþingi teknir fram fyrir þá sem lögðu einfaldlega inn almenna umsókn. „VIP-röð“ Alþingis var þannig orðin miklu lengri en almenna biðröðin og fáum var lengur hleypt inn úr almennu biðröðinni. Þessu breytti dómsmálaráðuneytið með löngum fyrirvara og lagði fyrir Útlendingastofnun að afgreiða umsóknir einfaldlega í þeirri röð sem þær berast. Það var nú allt og sumt. Í upphafi árs 2020 var almennur afgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun rúmir 16 mánuðir en með því að hætta að forgangsraða umsögnum um þau mál sem Alþingi fjallar um, hefur á skömmum tíma tekist að stytta hann niður í um 6 mánuði. Hér þarf að leiðrétta upphrópanir og rangar fullyrðingar þingmanna Útlendingastofnun hefur ekki neitað að afhenda gögn og heldur ekki neitað að afgreiða umsóknir. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa ekki „vísað hvert á annað“ í þessu máli. Ráðuneytið ber fulla ábyrgð á þessu verklagi og hefur aldrei skorast undan ábyrgð á því. Ráðuneyti dómsmála tilkynnti Alþingi formlega um breytta forgangsröðun við vinnslu umsókna í júní á síðasta ári. Ráðuneytið hafnar því að hér sé verið að brjóta lög. Þvert á móti er verið að tryggja jafnræði fólks fyrir lögum með því að afgreiða umsóknir um ríkisborgararétt í þeirri röð sem þær berast. • Það verklag að setja allar almennar umsóknir um ríkisborgararétt í margra mánaða bið vegna þeirra sem sóttu beint um til Alþingis er brot á jafnræðisreglu. Umboðsmaður Alþingis hafði enda krafið ráðuneytið um svör við því hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við löngum afgreiðslutíma umsókna. • Virðingu Alþingis er engin hætta búin þótt gætt sé jafnræðis við meðferð þessara mála. Hugsanlega stafar virðingu þingsins meiri ógn af innistæðulausum stóryrðum. Árið 1998 var komið upp því almenna fyrirkomulagi að stjórnvöld veiti útlendingum ríkisborgararétt á grundvelli almennra krafna um búsetutíma o.fl. Um leið var settur sá varnagli að Alþingi gæti veitt útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt með sérstökum lögum. Veiting ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi var alltaf hugsuð sem undantekning fremur en meginregla og var m.a. beitt til að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt árið 2005. Síðustu árin hefur raunin hins vegar orðið önnur. Árið 2015 fóru um 11% umsókna um ríkisborgararétt fyrir Alþingi en árin 2019-2020 var hlutfallið komið upp í 30-40%. Sérstaka athygli vakti að af síðarnefndu umsóknunum uppfylltu 68-82% ekki búsetuskilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hjá Útlendingastofnun fer mikil vinna í að undirbúa umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis, vinna sem hefur gengið framar vinnu við almennar umsóknir og þannig tafið afgreiðslu þeirra. Þetta tvöfalda kerfi vegur mjög að jafnræði þeirra sem sækja um ríkisborgararétt. Meirihluti þeirra sem setjast að hér á landi bíða eftir því að öll lögmælt skilyrði séu uppfyllt áður en sótt er um ríkisborgararétt. Hins vegar fær stækkandi hópur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi án þess að uppfylla skilyrði laga, og án nokkurs gagnsæis, enda ber Alþingi ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar um veitingu ríkisborgarréttar. Þannig er ekki upplýst hvað ræður niðurstöðu Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar. Svo dæmi sé tekið fengu á árunum 2005-2018 alls 840 manns ríkisborgararétt skv. lögum frá Alþingi. Í ljós hefur komið að fimmtungur þessara einstaklinga er ekki búsettur á Íslandi. Aukin heldur hafði áberandi stór hluti þeirra sem fengið hafa ríkisborgararétt frá Alþingi alla möguleika á að fá íslenskt ríkisfang með stjórnvaldsákvörðun, með því einungis að bíða þar til lögmæltum búsetutíma væri náð. Breytt verklag stuðlar bæði að jafnræði við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og styttingu málsmeðferðar. Að þessu sögðu er það afdráttarlaus afstaða mín að Útlendingastofnun skuli áfram og eftirleiðis afgreiða beiðnir um umsagnir til Alþingis í þeirri röð sem þær berast, með sama hætti og aðrar umsóknir sem berast samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Heppilegast væri þó ef unnt væri að ná samstöðu um nauðsyn þess að þingið breyti því hvernig það fer með möguleika sína til að veita einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og að vönduð stjórnsýsla og jafnræði verði tekin fram yfir geðþóttaákvarðanir. Í umræðum um fundarstjórn forseta fóru þingmenn hver af öðrum rangt með staðreyndir máls sem kom fundarstjórn forseta auk þess ekki nokkurn skapaðan hlut við. Í þessum ranga málflutningi á röngum tíma varð þeim flestum tíðrætt um virðingu Alþingis. Kannski ætti það verkefni að efla virðingu Alþingis að byrja í túninu heima. Höfundur er innanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins. Málið er miklu einfaldara en þingmenn láta í veðri vaka. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir árið 2018 við óeðlilega langan afgreiðslutíma um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Í ljós kom að almenna biðröðin eftir ríkisborgararétti var stífluð vegna þess að mjög stór hluti umsækjenda óskaði eftir því að umsóknir sínar yrðu sendar beint til Alþingis. Útlendingastofnun var síðan upptekin af því að vinna umsagnir til Alþingis um allar þennan fjölda. Einhverra hluta vegna hafði stofnunin komið upp því vinnulagi að þeir sem fóru fram hjá lögbundinni stjórnsýslu og sóttu um ríkisborgararétt með lagabreytingu frá Alþingi teknir fram fyrir þá sem lögðu einfaldlega inn almenna umsókn. „VIP-röð“ Alþingis var þannig orðin miklu lengri en almenna biðröðin og fáum var lengur hleypt inn úr almennu biðröðinni. Þessu breytti dómsmálaráðuneytið með löngum fyrirvara og lagði fyrir Útlendingastofnun að afgreiða umsóknir einfaldlega í þeirri röð sem þær berast. Það var nú allt og sumt. Í upphafi árs 2020 var almennur afgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun rúmir 16 mánuðir en með því að hætta að forgangsraða umsögnum um þau mál sem Alþingi fjallar um, hefur á skömmum tíma tekist að stytta hann niður í um 6 mánuði. Hér þarf að leiðrétta upphrópanir og rangar fullyrðingar þingmanna Útlendingastofnun hefur ekki neitað að afhenda gögn og heldur ekki neitað að afgreiða umsóknir. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa ekki „vísað hvert á annað“ í þessu máli. Ráðuneytið ber fulla ábyrgð á þessu verklagi og hefur aldrei skorast undan ábyrgð á því. Ráðuneyti dómsmála tilkynnti Alþingi formlega um breytta forgangsröðun við vinnslu umsókna í júní á síðasta ári. Ráðuneytið hafnar því að hér sé verið að brjóta lög. Þvert á móti er verið að tryggja jafnræði fólks fyrir lögum með því að afgreiða umsóknir um ríkisborgararétt í þeirri röð sem þær berast. • Það verklag að setja allar almennar umsóknir um ríkisborgararétt í margra mánaða bið vegna þeirra sem sóttu beint um til Alþingis er brot á jafnræðisreglu. Umboðsmaður Alþingis hafði enda krafið ráðuneytið um svör við því hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við löngum afgreiðslutíma umsókna. • Virðingu Alþingis er engin hætta búin þótt gætt sé jafnræðis við meðferð þessara mála. Hugsanlega stafar virðingu þingsins meiri ógn af innistæðulausum stóryrðum. Árið 1998 var komið upp því almenna fyrirkomulagi að stjórnvöld veiti útlendingum ríkisborgararétt á grundvelli almennra krafna um búsetutíma o.fl. Um leið var settur sá varnagli að Alþingi gæti veitt útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt með sérstökum lögum. Veiting ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi var alltaf hugsuð sem undantekning fremur en meginregla og var m.a. beitt til að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt árið 2005. Síðustu árin hefur raunin hins vegar orðið önnur. Árið 2015 fóru um 11% umsókna um ríkisborgararétt fyrir Alþingi en árin 2019-2020 var hlutfallið komið upp í 30-40%. Sérstaka athygli vakti að af síðarnefndu umsóknunum uppfylltu 68-82% ekki búsetuskilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hjá Útlendingastofnun fer mikil vinna í að undirbúa umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis, vinna sem hefur gengið framar vinnu við almennar umsóknir og þannig tafið afgreiðslu þeirra. Þetta tvöfalda kerfi vegur mjög að jafnræði þeirra sem sækja um ríkisborgararétt. Meirihluti þeirra sem setjast að hér á landi bíða eftir því að öll lögmælt skilyrði séu uppfyllt áður en sótt er um ríkisborgararétt. Hins vegar fær stækkandi hópur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi án þess að uppfylla skilyrði laga, og án nokkurs gagnsæis, enda ber Alþingi ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar um veitingu ríkisborgarréttar. Þannig er ekki upplýst hvað ræður niðurstöðu Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar. Svo dæmi sé tekið fengu á árunum 2005-2018 alls 840 manns ríkisborgararétt skv. lögum frá Alþingi. Í ljós hefur komið að fimmtungur þessara einstaklinga er ekki búsettur á Íslandi. Aukin heldur hafði áberandi stór hluti þeirra sem fengið hafa ríkisborgararétt frá Alþingi alla möguleika á að fá íslenskt ríkisfang með stjórnvaldsákvörðun, með því einungis að bíða þar til lögmæltum búsetutíma væri náð. Breytt verklag stuðlar bæði að jafnræði við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og styttingu málsmeðferðar. Að þessu sögðu er það afdráttarlaus afstaða mín að Útlendingastofnun skuli áfram og eftirleiðis afgreiða beiðnir um umsagnir til Alþingis í þeirri röð sem þær berast, með sama hætti og aðrar umsóknir sem berast samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Heppilegast væri þó ef unnt væri að ná samstöðu um nauðsyn þess að þingið breyti því hvernig það fer með möguleika sína til að veita einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og að vönduð stjórnsýsla og jafnræði verði tekin fram yfir geðþóttaákvarðanir. Í umræðum um fundarstjórn forseta fóru þingmenn hver af öðrum rangt með staðreyndir máls sem kom fundarstjórn forseta auk þess ekki nokkurn skapaðan hlut við. Í þessum ranga málflutningi á röngum tíma varð þeim flestum tíðrætt um virðingu Alþingis. Kannski ætti það verkefni að efla virðingu Alþingis að byrja í túninu heima. Höfundur er innanríkisráðherra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun