Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 11:08 Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur verið undir miklum þrýstingi vegna samkvæma sem haldin voru innan ríkisstjórnar hans. EPA/ANDY RAIN Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45
Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30