Samtök atvinnulífsins, takið þátt í að tryggja börnum aðflutts verkafólks jöfn tækifæri Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2022 10:31 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Íslenskt samfélag er ekkert frábrugðið öðrum í þessum efnum. Saga dönsku fótboltakonunnar Nadiu Nadim er áhrifarík. Hún er fædd í Afganistan en flúði stríðsátökin með fjölskyldu sinni eftir að pabbi hennar var drepinn af Talibönum þegar hún var aðeins 11 ára gömul. Hún hefur spilað fyrir PSG og Manchester City og skorað 200 mörk fyrir danska landsliðið í 99 landsleikjum. Nadia talar fjölmörg tungumál og náði þeim áfanga í vikunni að útskrifast sem læknir í Danmörku samhliða knattspyrnuferlinum. Uppruni afreksfólks er með ólíkum hætti. Okkar er að gæta þess að gefa öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Ákall um að fjölgun starfa sé mætt með aðfluttu vinnuafli Viðskiptablað Fréttablaðsins í umfjöllun yfir að fjölgun starfa yrði mætt að miklu leyti með aðfluttu vinnuafli. Vísað var í könnun sem Samtök atvinnulífsins lét gera, um framtíðarþörf vinnuafls og í hvaða greinum hún væri brýnust. Þær atvinnugreinar sem um ræðir eru mannvirkjagerð, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf. Þetta eru starfsgreinar sem nú eru að stórum hluta mannaðar með aðfluttuvinnuafli og sú hagsældaraukning sem atvinnulífið og þjóðarbúið í heild fær með atvinnuþátttöku þessa hóps er mikil. Það er mikilvæg staðreynd sem vert er að halda á lofti. Ýjað er að því í fréttinni að erfitt sé fyrir íslensk fyrirtæki að manna störf þrátt fyrir atvinnuleysi og að atvinnulífið muni þurfa á erlendu vinnuafli að halda samhliða fjölgun starfa og bættu efnahagsástandi næstu misserin. Við þurfum fleira fólk, fleiri vinnandi hendur. Með aukinni hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna eiga bæði fjölskyldur og börn. Sumir stoppa stutt á meðan aðrir festa rætur. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál en íslensku. Á árunum 2016-2020 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku um 1.262 börn í grunnskólum borgarinnar sem er 75% fjölgun á tímabilinu. Þessi hópur er sívaxandi og er brýnt að skapa samfélag þar sem öll börn njóta jafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börnin sín og búa þeim sem bestan hag fyrir framtíðina. Veita þeim öryggi, góða menntun og jöfn tækifæri. Lykilinn að íslensku samfélagi Við sem samfélag berum ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Þá á ég ekki eingöngu við hið opinbera, ríki og sveitarfélög heldur líka Samtök atvinnulífsins. Þau kalla eftir fleiri vinnandi höndum til að viðhalda hagvexti, til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur eftir lægð síðustu ára en á sama tíma sýna rannsóknir hvert rauðblikkandi ljósið á fætur öðru. Fram hafa komið sláandi staðreyndir um stöðu, líðan og aðbúnað mjög mikilvægs hóps í verðmætasköpun samfélagsins. Rannsóknir sýna að konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag, vinna í fleiri en einu starfi til að ná endum saman og bera ríkari heimilisábyrgð. Þær eru líka í hættu á að enda í gildru fátæktar, sérstaklega einstæðar mæður af erlendum uppruna. Fram hefur líka komið fram að foreldrar barna sem ekki kunna nægilega góða íslensku eiga erfitt með styðja börnin sín í námi. Það er þröskuldur að sækja íslenskunámskeið að kvöldi vinnudags þegar tengslanet er ekkert til að gæta bús og barna eða þurfa leggja út fyrir 50 þúsund króna íslenskunámskeiði og þurfa að sækja um endurgreiðslu eftirá til stéttarfélags. Samtök atvinnulífsins bera ríkar samfélagslegar skyldur Þarna getur SA stigið mun fastar til jarðar en þau hafa gert. Þeirra samfélagslega ábyrgð er líka mikil en þau hafa tækifæri til að skapa umgjörð, stuðning og hvatningu fyrir sína félaga. Ég vil því hvetja SA að setja sér stefnu um hvernig þau geta búið betur að þessum hópi fólks til dæmis með því að bjóða upp gjaldfrjáls íslenskunámskeið og aðra samfélagslega fræðslu á vinnutíma. Þá er komið til móts við ólíkar þarfir og fleirum gefið færi á að taka þátt. Ávinningur beggja aðila er mikill, brú trausts verður til, gagnkvæm virðing og mikilvæg viðurkenning á þátttöku verður hvatning til frekari þátttöku í íslensku samfélagi. Atvinnulífið fær sterkari, upplýstari einstaklinga í vinnu, sem eru líklegri til að setjast hérna að í stað þess að halda heim aftur. Það er líka dýrt fyrir atvinnulífið að missa þjálfað fólk úr landi aftur. Það mikilvægasta sem ég sé er þessi dýrmæti hópur verður betur í stakk búinn til að styðja við samstarfsfélaga, fjölskyldu og síðast en ekki síst börnin sín, bæði í námi og starfi. Allir vinna. Saga Nadiu Mögnuð saga Nadiu gæti verið saga miklu fleiri. Skiptir engu um hvort um er að ræða landlaust flóttafólk eða börn sem fylgja foreldrum sínum eftir. Við þurfum að tryggja jöfn tækifæri fyrir öll börn sama hvaðan þau koma eða hvert móðurmálið þeirra er. Með því að styðja við aðflutt vinnuafl með markvissari hætti geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt af mörkum til að styrkja, hlúa að foreldrum barna erlendum uppruna og búa þeim í haginn fyrir framtíðina. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.- 13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Íslenskt samfélag er ekkert frábrugðið öðrum í þessum efnum. Saga dönsku fótboltakonunnar Nadiu Nadim er áhrifarík. Hún er fædd í Afganistan en flúði stríðsátökin með fjölskyldu sinni eftir að pabbi hennar var drepinn af Talibönum þegar hún var aðeins 11 ára gömul. Hún hefur spilað fyrir PSG og Manchester City og skorað 200 mörk fyrir danska landsliðið í 99 landsleikjum. Nadia talar fjölmörg tungumál og náði þeim áfanga í vikunni að útskrifast sem læknir í Danmörku samhliða knattspyrnuferlinum. Uppruni afreksfólks er með ólíkum hætti. Okkar er að gæta þess að gefa öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Ákall um að fjölgun starfa sé mætt með aðfluttu vinnuafli Viðskiptablað Fréttablaðsins í umfjöllun yfir að fjölgun starfa yrði mætt að miklu leyti með aðfluttu vinnuafli. Vísað var í könnun sem Samtök atvinnulífsins lét gera, um framtíðarþörf vinnuafls og í hvaða greinum hún væri brýnust. Þær atvinnugreinar sem um ræðir eru mannvirkjagerð, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf. Þetta eru starfsgreinar sem nú eru að stórum hluta mannaðar með aðfluttuvinnuafli og sú hagsældaraukning sem atvinnulífið og þjóðarbúið í heild fær með atvinnuþátttöku þessa hóps er mikil. Það er mikilvæg staðreynd sem vert er að halda á lofti. Ýjað er að því í fréttinni að erfitt sé fyrir íslensk fyrirtæki að manna störf þrátt fyrir atvinnuleysi og að atvinnulífið muni þurfa á erlendu vinnuafli að halda samhliða fjölgun starfa og bættu efnahagsástandi næstu misserin. Við þurfum fleira fólk, fleiri vinnandi hendur. Með aukinni hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna eiga bæði fjölskyldur og börn. Sumir stoppa stutt á meðan aðrir festa rætur. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál en íslensku. Á árunum 2016-2020 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku um 1.262 börn í grunnskólum borgarinnar sem er 75% fjölgun á tímabilinu. Þessi hópur er sívaxandi og er brýnt að skapa samfélag þar sem öll börn njóta jafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börnin sín og búa þeim sem bestan hag fyrir framtíðina. Veita þeim öryggi, góða menntun og jöfn tækifæri. Lykilinn að íslensku samfélagi Við sem samfélag berum ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Þá á ég ekki eingöngu við hið opinbera, ríki og sveitarfélög heldur líka Samtök atvinnulífsins. Þau kalla eftir fleiri vinnandi höndum til að viðhalda hagvexti, til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur eftir lægð síðustu ára en á sama tíma sýna rannsóknir hvert rauðblikkandi ljósið á fætur öðru. Fram hafa komið sláandi staðreyndir um stöðu, líðan og aðbúnað mjög mikilvægs hóps í verðmætasköpun samfélagsins. Rannsóknir sýna að konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag, vinna í fleiri en einu starfi til að ná endum saman og bera ríkari heimilisábyrgð. Þær eru líka í hættu á að enda í gildru fátæktar, sérstaklega einstæðar mæður af erlendum uppruna. Fram hefur líka komið fram að foreldrar barna sem ekki kunna nægilega góða íslensku eiga erfitt með styðja börnin sín í námi. Það er þröskuldur að sækja íslenskunámskeið að kvöldi vinnudags þegar tengslanet er ekkert til að gæta bús og barna eða þurfa leggja út fyrir 50 þúsund króna íslenskunámskeiði og þurfa að sækja um endurgreiðslu eftirá til stéttarfélags. Samtök atvinnulífsins bera ríkar samfélagslegar skyldur Þarna getur SA stigið mun fastar til jarðar en þau hafa gert. Þeirra samfélagslega ábyrgð er líka mikil en þau hafa tækifæri til að skapa umgjörð, stuðning og hvatningu fyrir sína félaga. Ég vil því hvetja SA að setja sér stefnu um hvernig þau geta búið betur að þessum hópi fólks til dæmis með því að bjóða upp gjaldfrjáls íslenskunámskeið og aðra samfélagslega fræðslu á vinnutíma. Þá er komið til móts við ólíkar þarfir og fleirum gefið færi á að taka þátt. Ávinningur beggja aðila er mikill, brú trausts verður til, gagnkvæm virðing og mikilvæg viðurkenning á þátttöku verður hvatning til frekari þátttöku í íslensku samfélagi. Atvinnulífið fær sterkari, upplýstari einstaklinga í vinnu, sem eru líklegri til að setjast hérna að í stað þess að halda heim aftur. Það er líka dýrt fyrir atvinnulífið að missa þjálfað fólk úr landi aftur. Það mikilvægasta sem ég sé er þessi dýrmæti hópur verður betur í stakk búinn til að styðja við samstarfsfélaga, fjölskyldu og síðast en ekki síst börnin sín, bæði í námi og starfi. Allir vinna. Saga Nadiu Mögnuð saga Nadiu gæti verið saga miklu fleiri. Skiptir engu um hvort um er að ræða landlaust flóttafólk eða börn sem fylgja foreldrum sínum eftir. Við þurfum að tryggja jöfn tækifæri fyrir öll börn sama hvaðan þau koma eða hvert móðurmálið þeirra er. Með því að styðja við aðflutt vinnuafl með markvissari hætti geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt af mörkum til að styrkja, hlúa að foreldrum barna erlendum uppruna og búa þeim í haginn fyrir framtíðina. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.- 13. febrúar nk.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun