Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 08:28 Tekist var á um hvort að umræddur Porsche Cayenne væri gallaður eða ekki. Daniel Maurer/picture alliance via Getty Images) Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. Töluvert var fjallað um málið á sínum tíma eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir, í ágúst árið 2020. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún var þá framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla mátti að það hafi verið ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið á sínum tíma þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kvartað undan megnri ólykt Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ólöfu í vil. Bílabúð Benna áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms. Lögmaður bílabúðarinnar sagði skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum“. Þar að auki hafi það verið „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa haft fyrrgreind tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Í niðurstöðu Landsréttar er vísað til þess að bílabúðin hafi sjálf ákveðið að meðhöndla vandræðin með bílinn sem galla. Bílabúðin hafi haft rétt á því að reyna að gera við gallann og fékk bílabúðin fleiri en tvö tækifæri til þess. Taldi Landsréttur því að Ólöfu hafi verið heimilt að rifta kaupunum. Staðfesti Landsréttur því dóm héraðsdóms. Þarf Bílabúð Benna því að greiða Ólöfu 13,7 milljónir auk dráttarvaxta en þó að frádregnum 4,5 milljónum sem taki mið af afföllum vegna notkunar bílsins í tvö ár. Dómsmál Bílar Verslun Neytendur Tengdar fréttir Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09 Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18. ágúst 2020 18:36 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Sjá meira
Töluvert var fjallað um málið á sínum tíma eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir, í ágúst árið 2020. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún var þá framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla mátti að það hafi verið ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið á sínum tíma þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kvartað undan megnri ólykt Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ólöfu í vil. Bílabúð Benna áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms. Lögmaður bílabúðarinnar sagði skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum“. Þar að auki hafi það verið „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa haft fyrrgreind tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Í niðurstöðu Landsréttar er vísað til þess að bílabúðin hafi sjálf ákveðið að meðhöndla vandræðin með bílinn sem galla. Bílabúðin hafi haft rétt á því að reyna að gera við gallann og fékk bílabúðin fleiri en tvö tækifæri til þess. Taldi Landsréttur því að Ólöfu hafi verið heimilt að rifta kaupunum. Staðfesti Landsréttur því dóm héraðsdóms. Þarf Bílabúð Benna því að greiða Ólöfu 13,7 milljónir auk dráttarvaxta en þó að frádregnum 4,5 milljónum sem taki mið af afföllum vegna notkunar bílsins í tvö ár.
Dómsmál Bílar Verslun Neytendur Tengdar fréttir Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09 Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18. ágúst 2020 18:36 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Sjá meira
Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09
Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18. ágúst 2020 18:36