Okrað á almenningi: Spurningarnar sem ráðherra verður að svara Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 12:00 Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Orkumál Verðlag Neytendur Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun