Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2022 21:00 Auður Helga Halldórsdóttir, 16 ára stelpa í Þorlákshöfn, sem ætlar sér langt í fótboltanum enda búin að setja sér há markmið í þeim efnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira