Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2022 21:00 Auður Helga Halldórsdóttir, 16 ára stelpa í Þorlákshöfn, sem ætlar sér langt í fótboltanum enda búin að setja sér há markmið í þeim efnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira