Gleðilegt ár? Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2022 08:30 Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun