Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 12:16 Mjög góð þátttaka hefur verið í mótmælunum á Skjólgarði síðustu föstudaga. Mótmælin munu halda áfram þar til eitthvað verður gert í málefnum heimilisins. Aðsend Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend
Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira