228 hraðalækkandi tillögur frá íbúum á kjörtímabilinu Sara Björg Sigurðarsdóttir skrifar 15. desember 2021 08:30 Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar