Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 19:46 Elín Ásvaldsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá 1993 og segist því miður vön hvirfilbyljunum. Hún slapp við hættu að þessu sinni, en veðrin verða sífellt verri. Stöð 2 Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín. Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55