Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 12:23 Mosseri mun svara spurningum þingmanna á morgun en umræðuefnið eru áhrif samfélagsmiðla á líðan og velferð barna og ungmenna. Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Að sögn Adam Mosseri, framkvæmdastjóra Instagram, er um að ræða fyrsta skrefið af mörgum í átt að því að koma til móts við gagnrýni um skaðvænlega áhrif samfélagsmiðlanotkunar á börn og ungmenni. Mosseri mun mæta fyrir þingnefnd á morgun, þar sem hann verður spurður þeirrar spurningar hvort börnum og ungmennum standi ógn af samfélagsmiðlum. Instagram hefur verið í sviðsljósinu síðan uppljóstrarinn Frances Haugen, fyrrverandi vöruþróunarstjóri hjá Facebook, greindi meðal annars frá því að fyrirtækið hefði verið meðvitað um að Instagram ýtti undir lélega sjálfsmynd stúlkna. Í bloggfærslu sagði Mosseri að aðrar aðgerðir væru í burðarliðnum, eins og þær að notendur myndu ekki lengur getað taggað ungmenni sem væru ekki fylgjendur þeirra. Þá verður nýr valkostur kynntur til sögunnar í janúar en hann mun gera öllum sem það kjósa kleift að eyða fjölda pósta, ummæla og like-a í einu vetfangi. Samkvæmt frétt New York Times er alls óvíst að ofangreindar aðgerðir dugi til að friða gagnrýnisraddir. Samfélagsmiðlafyrirtækin sjá sig hins vegar tilneydd til að gera eitthvað, ekki síst í ljósi lagasetninga sem gripið hefur verið til utan Bandaríkjanna, til dæmis í Bretlandi. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Að sögn Adam Mosseri, framkvæmdastjóra Instagram, er um að ræða fyrsta skrefið af mörgum í átt að því að koma til móts við gagnrýni um skaðvænlega áhrif samfélagsmiðlanotkunar á börn og ungmenni. Mosseri mun mæta fyrir þingnefnd á morgun, þar sem hann verður spurður þeirrar spurningar hvort börnum og ungmennum standi ógn af samfélagsmiðlum. Instagram hefur verið í sviðsljósinu síðan uppljóstrarinn Frances Haugen, fyrrverandi vöruþróunarstjóri hjá Facebook, greindi meðal annars frá því að fyrirtækið hefði verið meðvitað um að Instagram ýtti undir lélega sjálfsmynd stúlkna. Í bloggfærslu sagði Mosseri að aðrar aðgerðir væru í burðarliðnum, eins og þær að notendur myndu ekki lengur getað taggað ungmenni sem væru ekki fylgjendur þeirra. Þá verður nýr valkostur kynntur til sögunnar í janúar en hann mun gera öllum sem það kjósa kleift að eyða fjölda pósta, ummæla og like-a í einu vetfangi. Samkvæmt frétt New York Times er alls óvíst að ofangreindar aðgerðir dugi til að friða gagnrýnisraddir. Samfélagsmiðlafyrirtækin sjá sig hins vegar tilneydd til að gera eitthvað, ekki síst í ljósi lagasetninga sem gripið hefur verið til utan Bandaríkjanna, til dæmis í Bretlandi.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira