27 milljarðar á tveimur árum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. desember 2021 20:00 Covid er kostnaðarsamt. vísir/vilhelm Heimsfaraldurinn hefur kostað heilbrigðiskerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið þau skilaboð úr heilbrigðisráðuneytinu að spara ekki í baráttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt. Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira