27 milljarðar á tveimur árum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. desember 2021 20:00 Covid er kostnaðarsamt. vísir/vilhelm Heimsfaraldurinn hefur kostað heilbrigðiskerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið þau skilaboð úr heilbrigðisráðuneytinu að spara ekki í baráttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt. Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent