Viðtalið verður birt á ABC í kvöld en Stephanopoulus segir um að ræða eitt erfiðasta verkefnið sem hann hefur sinnt á 20 ára ferli sínum hjá ABC. Baldwin hefði verið gjörsamlega miður sín en afar opinn.
Í klippum sem hafa verið birtar af samtalinu sést leikarinn ítrekað brotna niður.
Stephanopoulus spyr Baldwin meðal annars að því hvernig stóð á því að raunveruleg byssukúla var á tökustað en leikarinn segist ekki hafa hugmynd um hvernig á því stóð.
„Einhver setti virka kúlu í byssu. Kúlu sem átti ekki einu sinni að vera á staðnum,“ segir hann.
Rannsókn lögreglu miðar nú ekki síst að því að komast að því hvaðan kúlan kom og fyrr í vikunni fékk hún heimild til að gera leit hjá skotvopnasala. Í gögnum kemur fram að skotfærin sem notuð voru á tökustað hafi komið úr nokkrum mismunandi áttum.
Í viðtalinu segir Baldwin Hutchins hafa verið elskaða og dáða af öllum.
Asked by @GStephanopoulos how a real bullet got on the "Rust" set, Alec Baldwin says: “I have no idea. Someone put a live bullet in a gun. A bullet that wasn’t even supposed to be on the property.”
— ABC News (@ABC) December 1, 2021
Watch TOMORROW 8pm ET on ABC and stream later on @hulu. https://t.co/fJQly1za1T pic.twitter.com/OnpDuYERiC