Eþíópar á Íslandi hvetja stjórnvöld til stuðnings við stjórn lands síns Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:41 Hópur fólks frá Eþíópíu sem býr á Íslandi kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla afskiptum vestrænna þjóða af innanríkismálum í Eþíópíu og stuðningi við TPLF hreyfinguna sem fer með völd í Tigray héraði í landinu. Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu. Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu.
Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00
Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10
Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56