Biðja hæstarétt að snúa ógildingu dóms yfir Bill Cosby við Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2021 23:28 Bill Cosby var látinn laus eftir tveggja ára fangelsisvist. Bastiaan Slabbers/Getty Images Saksóknarar í máli Bills Cosby hafa beðið Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa ákvörðun Hæstaréttar Pennsylvaníu, um að ógilda fangelsisdóm yfir honum, við. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira