Gjörgæsla í gjörgæslu Aníta Aagestad og Anna María Leifsdóttir skrifa 28. nóvember 2021 11:00 Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun