Kjaramál í upphafi þings Drífa Snædal skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun