Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 08:58 Fjöldi mótmælenda var saman kominn í miðborg Chicago í gær. Pat Nabong/Chicago Sun-Times via AP Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira