Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2021 21:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20