Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 13:01 Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Vísir/Vilhelm Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða sem þurfi að fara eftir viðmiðun Reykjavíkurborgar í starfi sínu. Ef miklir vankantar séu á því sé hægt að rjúfa samninga við stofnanir. „Þetta er alvarlegt mál og það bera að skoða ofan í kjölinn. Það skiptir miklu máli að þær athugasemdir sem gerðar eru birtist í gögnum. Það sem við erum að gera núna er að fá svör og skýringar áður en ákvörðun um framhaldið er tekin,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort að grunsemdir hafi vaknað í úttektinni um að fleiri börn hafi sætt kynferðisofbeldi skólanum svarar Helgi: „Nei. Við höfum engar upplýsingar um það.“ Hann segir að viðtöl við aðstandendur skólans standi nú yfir. „Við áttum fund með aðstandendum skólans í gær og höldum þeim áfram í dag þar sem við leggjum fram ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við varðandi reksturinn. Og gerum svo skýrslu um málið sem við búumst við að verði tilbúin í næstu viku,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort margir foreldrar barna í skólanum hafi beðið um flutning fyrir börn sín svarar Helgi. „Það hafa einhverjar slíkar beiðnir borist en ég hef ekki yfirlit yfir fjölda þeirra.“ Helgi segir að málið í heild sýni mikilvægi þess að borgin hafi skýra samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um viðmið í starfi með börnum og starfsfólki. „ Við erum t.d. að skoða hvort ástæða sé til að gera þær kröfur til sjálfstætt starfandi skóla að leikskólastjórar séu ávallt í fullu starfi eins og hjá leikskólum á vegum borgarinnar. Þá er verið að kanna hvort borgin setji inn í samninga að þurfi að koma yfirlýsing frá stéttarfélögum um að laun og aðbúnaður starfsmanna í sjálfstætt starfandi leikskólum sé í samræmi við kjarasamninga. Við ætlum að rýna mjög vel viðmið okkar gagnvart þeim sjálfstæðu skólum sem eru til staðar,“ segir Helgi að lokum. Starfsemi Sælukots Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða sem þurfi að fara eftir viðmiðun Reykjavíkurborgar í starfi sínu. Ef miklir vankantar séu á því sé hægt að rjúfa samninga við stofnanir. „Þetta er alvarlegt mál og það bera að skoða ofan í kjölinn. Það skiptir miklu máli að þær athugasemdir sem gerðar eru birtist í gögnum. Það sem við erum að gera núna er að fá svör og skýringar áður en ákvörðun um framhaldið er tekin,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort að grunsemdir hafi vaknað í úttektinni um að fleiri börn hafi sætt kynferðisofbeldi skólanum svarar Helgi: „Nei. Við höfum engar upplýsingar um það.“ Hann segir að viðtöl við aðstandendur skólans standi nú yfir. „Við áttum fund með aðstandendum skólans í gær og höldum þeim áfram í dag þar sem við leggjum fram ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við varðandi reksturinn. Og gerum svo skýrslu um málið sem við búumst við að verði tilbúin í næstu viku,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort margir foreldrar barna í skólanum hafi beðið um flutning fyrir börn sín svarar Helgi. „Það hafa einhverjar slíkar beiðnir borist en ég hef ekki yfirlit yfir fjölda þeirra.“ Helgi segir að málið í heild sýni mikilvægi þess að borgin hafi skýra samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um viðmið í starfi með börnum og starfsfólki. „ Við erum t.d. að skoða hvort ástæða sé til að gera þær kröfur til sjálfstætt starfandi skóla að leikskólastjórar séu ávallt í fullu starfi eins og hjá leikskólum á vegum borgarinnar. Þá er verið að kanna hvort borgin setji inn í samninga að þurfi að koma yfirlýsing frá stéttarfélögum um að laun og aðbúnaður starfsmanna í sjálfstætt starfandi leikskólum sé í samræmi við kjarasamninga. Við ætlum að rýna mjög vel viðmið okkar gagnvart þeim sjálfstæðu skólum sem eru til staðar,“ segir Helgi að lokum.
Starfsemi Sælukots Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08
Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06