Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 08:45 Foreldrar með tveimur börnum sínum sigla á bát á flóðavatni sem liggur yfir veg í Abbotsford í Bresku Kólumbíu. Gríðarlegt tjón varð þar. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada. Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada.
Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira