Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 08:45 Foreldrar með tveimur börnum sínum sigla á bát á flóðavatni sem liggur yfir veg í Abbotsford í Bresku Kólumbíu. Gríðarlegt tjón varð þar. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada. Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada.
Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira