Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 09:44 Rust var teki upp á Bonanza Creek búgarðinum í Nýju Mexíkó. AP/Jae C. Hong Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. Hannah Gutierrez Reed, vopnavörðurinn, segist hafa skoðað byssuna og segist ekki vita hvernig byssukúla rataði í hana. „Hver setti hana þarna og af hverju er lykilspurningin,“ sagði Gutierrez Reed í yfirlýsingu sem lögmaður hennar sendi út í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni segir að hún hafi haft byssurnar læstar í skáp og þar hafi þær verið í hádegishléinu þann 21. október þegar Hutchins var skotin. Sjá einnig: Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins „Hannah gerði allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi á tökustað,“ segir í yfirlýsingunni samkvæmt AP fréttaveitunni. „Hún skoðaði skotin sem hún setti í byssurnar þennan dag. Hún skoðaði alltaf skotin.“ Þar segir einnig að hún hafi sýnt David Halls, aðstoðarleikstjóra Rust, byssuna og skotin sem hafi verið í henni áður en hann tók við henni. Halyna Hutchins dó þegar skot hljóp af úr byssu við tökur kvikmyndarinnar Rust.Getty/Mostafa Bassim Halls rétti Baldwin byssuna og tilkynnti að hún væri óhlaðin. Þegar leikarinn var svo að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Sjá einnig: Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Guttierrez Reed hefur áður sagt að hún viti ekki hvaðan skotið kom en samkvæmt reglum á tökustöðum vestanhafs og víðar eru hefðbundin skot bönnuð. Fógetinn í Santa Fe hefur sagt að um fimm hundruð skot hafi fundist á tökustað. Þar hafi bæði verið um að ræða púðurskot, gerviskot og skot sem talin eru vera hefðbundin. Sjá einnig: Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógetinn hefur sömuleiðis sagt að vísbendingar hafi fundist um að starfsmenn Rust hafi farið gáleysislega með öryggisreglur. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Hannah Gutierrez Reed, vopnavörðurinn, segist hafa skoðað byssuna og segist ekki vita hvernig byssukúla rataði í hana. „Hver setti hana þarna og af hverju er lykilspurningin,“ sagði Gutierrez Reed í yfirlýsingu sem lögmaður hennar sendi út í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni segir að hún hafi haft byssurnar læstar í skáp og þar hafi þær verið í hádegishléinu þann 21. október þegar Hutchins var skotin. Sjá einnig: Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins „Hannah gerði allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi á tökustað,“ segir í yfirlýsingunni samkvæmt AP fréttaveitunni. „Hún skoðaði skotin sem hún setti í byssurnar þennan dag. Hún skoðaði alltaf skotin.“ Þar segir einnig að hún hafi sýnt David Halls, aðstoðarleikstjóra Rust, byssuna og skotin sem hafi verið í henni áður en hann tók við henni. Halyna Hutchins dó þegar skot hljóp af úr byssu við tökur kvikmyndarinnar Rust.Getty/Mostafa Bassim Halls rétti Baldwin byssuna og tilkynnti að hún væri óhlaðin. Þegar leikarinn var svo að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Sjá einnig: Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Guttierrez Reed hefur áður sagt að hún viti ekki hvaðan skotið kom en samkvæmt reglum á tökustöðum vestanhafs og víðar eru hefðbundin skot bönnuð. Fógetinn í Santa Fe hefur sagt að um fimm hundruð skot hafi fundist á tökustað. Þar hafi bæði verið um að ræða púðurskot, gerviskot og skot sem talin eru vera hefðbundin. Sjá einnig: Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógetinn hefur sömuleiðis sagt að vísbendingar hafi fundist um að starfsmenn Rust hafi farið gáleysislega með öryggisreglur.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent