Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Reynir Arngrímsson skrifar 2. nóvember 2021 13:31 Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun