Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 12:44 Halyna Hutchins dó þegar skot hljóp af úr byssu við tökur kvikmyndarinnar Rust. Getty/Mostafa Bassim Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. Framleiðsla Rust átti að kosta sjö milljónir dala en þrátt fyrir það voru óreyndir aðilar að vinna við myndina og voru uppi deilur um bæði öryggi og launagreiðslur. AP fréttaveitan segir marga reynslubolta í kvikmyndageiranum segja dauða Hutchins til marks um stærri vandamál. Verið sé að auka framleiðslu myndefnis á öllum sviðum, bæði vegna aukinnar eftirspurnar frá streymisveitum og þess að samdráttur vegna faraldurs Covid-19 er að ganga til baka. „Framleiðsla er að springa út, verið er að skera niður og draga enn meira úr kostnaði. Eitthvað verður að gefa eftir,“ hefur fréttaveitan eftir Mynette Louie sem hefur lengi framleitt sjálfstæðar kvikmyndir. Alec Baldwin var meðal rithöfunda Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Alec Baldwin var einn framleiðenda Rust og einn handritshöfunda.AP/Seth Wenig El Dorado, framleiðslufyrirtæki Baldwins, er eitt nokkurra sem störfuðu saman að gerð myndarinnar. Var sagt að byssan væri örugg Við æfingar atriðis hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Byssan, sem var af gerðinni .45 Long Colt, átti eingöngu að vera hlaðin gervi-skothylkjum Rust var teki upp á Bonanza Creek búgarðinum í Nýju Mexíkó.AP/Jae C. Hong Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg. Sjá einnig: Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Rannsókn lögreglunnar beinist að miklu leyti að því hvernig hefðbundna skotið og önnur hafa ratað á tökustað. Það á að vera alfarið bannað vera með alvöru byssukúlur við tökur kvikmynda. Lögreglan segir hald hafa verið lagt á rúmlega fimm hundruð skot. Þar á meðal gervi-skot, púðurskot og skot sem talin eru vera hefðbundin. AP hefur eftir Mike Tristano, sem hefur mikla reynslu sem vopnavörður, að fregnirnar sem hann hafi séð vísi til vanhæfni, reynsluleysis og áhugaleysis á setti. Fréttaveitan vitnar þar að auki í marga aðra reynslumikla aðila sem virðast sammála um að framleiðsluskilyrði hafi versnað mjög. Niðurskurður hafi komið niður á öryggi á tökustöðum og það hafi nú kostað mannslíf. Halyna Hutchins er hér í gulu peysunni. Við hlið hennar eru Izzy Lee og Adam Egypt Mortimer.AP/Jack Caswell Hefur ekki hugmynd um hvaðan kúlan kom Lögmenn Gutierrez-Reed sögðu NBC News í gær að öryggi hefði verið í algjörum forgangi hjá henni. Hún hefði ekki hugmynd um hvaðan byssukúlan hefði komið. Gutierrez-Reed var í raun að sinna tveimur störfum við framleiðslu Rust og lögmenn hennar segja það hafa gert henni erfitt að einbeita sér að starfi sínu sem vopnavörður. Þar að auki hafi hún barist fyrir því að starfsmenn yrðu þjálfaðir betur í meðhöndlun vopna en framleiðendur kvikmyndarinnar hefðu komið í veg fyrir það. Spurðir um fregnir af því að skot hefðu tvisvar sinnum áður hlaupið af á setti sögðu lögmennirnir að í fyrra skiptið hafi púðurskot hlaupið af þegar leikmyndastjóri Rust var að meðhöndla byssu og í seinna skiptið hafi áhættuleikari tekið í gikk byssu og skotið púðurskoti fyrir mistök, eftir að Gutierrez-Reed lét hann fá byssu og tilkynnti honum að hún væri hlaðin púðurskotum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt LA Times þar sem farið er yfir hvernig vopnaverðir eiga að gæta öryggis við tökur kvikmynda. Þar útskýrir vopnavörður einnig muninn á púðurskotum og hefðbundnum skotum. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Framleiðsla Rust átti að kosta sjö milljónir dala en þrátt fyrir það voru óreyndir aðilar að vinna við myndina og voru uppi deilur um bæði öryggi og launagreiðslur. AP fréttaveitan segir marga reynslubolta í kvikmyndageiranum segja dauða Hutchins til marks um stærri vandamál. Verið sé að auka framleiðslu myndefnis á öllum sviðum, bæði vegna aukinnar eftirspurnar frá streymisveitum og þess að samdráttur vegna faraldurs Covid-19 er að ganga til baka. „Framleiðsla er að springa út, verið er að skera niður og draga enn meira úr kostnaði. Eitthvað verður að gefa eftir,“ hefur fréttaveitan eftir Mynette Louie sem hefur lengi framleitt sjálfstæðar kvikmyndir. Alec Baldwin var meðal rithöfunda Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Alec Baldwin var einn framleiðenda Rust og einn handritshöfunda.AP/Seth Wenig El Dorado, framleiðslufyrirtæki Baldwins, er eitt nokkurra sem störfuðu saman að gerð myndarinnar. Var sagt að byssan væri örugg Við æfingar atriðis hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Byssan, sem var af gerðinni .45 Long Colt, átti eingöngu að vera hlaðin gervi-skothylkjum Rust var teki upp á Bonanza Creek búgarðinum í Nýju Mexíkó.AP/Jae C. Hong Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg. Sjá einnig: Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Rannsókn lögreglunnar beinist að miklu leyti að því hvernig hefðbundna skotið og önnur hafa ratað á tökustað. Það á að vera alfarið bannað vera með alvöru byssukúlur við tökur kvikmynda. Lögreglan segir hald hafa verið lagt á rúmlega fimm hundruð skot. Þar á meðal gervi-skot, púðurskot og skot sem talin eru vera hefðbundin. AP hefur eftir Mike Tristano, sem hefur mikla reynslu sem vopnavörður, að fregnirnar sem hann hafi séð vísi til vanhæfni, reynsluleysis og áhugaleysis á setti. Fréttaveitan vitnar þar að auki í marga aðra reynslumikla aðila sem virðast sammála um að framleiðsluskilyrði hafi versnað mjög. Niðurskurður hafi komið niður á öryggi á tökustöðum og það hafi nú kostað mannslíf. Halyna Hutchins er hér í gulu peysunni. Við hlið hennar eru Izzy Lee og Adam Egypt Mortimer.AP/Jack Caswell Hefur ekki hugmynd um hvaðan kúlan kom Lögmenn Gutierrez-Reed sögðu NBC News í gær að öryggi hefði verið í algjörum forgangi hjá henni. Hún hefði ekki hugmynd um hvaðan byssukúlan hefði komið. Gutierrez-Reed var í raun að sinna tveimur störfum við framleiðslu Rust og lögmenn hennar segja það hafa gert henni erfitt að einbeita sér að starfi sínu sem vopnavörður. Þar að auki hafi hún barist fyrir því að starfsmenn yrðu þjálfaðir betur í meðhöndlun vopna en framleiðendur kvikmyndarinnar hefðu komið í veg fyrir það. Spurðir um fregnir af því að skot hefðu tvisvar sinnum áður hlaupið af á setti sögðu lögmennirnir að í fyrra skiptið hafi púðurskot hlaupið af þegar leikmyndastjóri Rust var að meðhöndla byssu og í seinna skiptið hafi áhættuleikari tekið í gikk byssu og skotið púðurskoti fyrir mistök, eftir að Gutierrez-Reed lét hann fá byssu og tilkynnti honum að hún væri hlaðin púðurskotum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt LA Times þar sem farið er yfir hvernig vopnaverðir eiga að gæta öryggis við tökur kvikmynda. Þar útskýrir vopnavörður einnig muninn á púðurskotum og hefðbundnum skotum.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49