Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 22:25 Vilhjálmur og Ragnar við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Vísir/vilhelm Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Þetta segja Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þeir gagnrýna vaxtahækkanir Seðlabankans og segja í grein sem birtist á Vísi að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Sökum þess hafi verið samið með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. „Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“ Hið sama eigi við um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafi að mati verkalýðsforkólfanna hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrisvar sinnum frá því í vor. Stöð 2/Sigurjón Styttist í næstu kjaraviðræðulotu Lífskjarasamingarnir svokölluðu renna formlega út þann 1. nóvember á næsta ári og styttist því óðum í að aðilar vinnumarkaðarins setjist aftur að samningaborðinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa tvöfaldast frá því í lok mars með tilheyrandi áhrifum á óverðtryggða húsnæðislánavexti viðskiptabankanna. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast stýrivexti upp í 1,5% í byrjun október. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð því að þeir verði komnir upp í 4,25% árið 2023. Gangi það eftir verða þeir komnir á sama stað og vorið 2019 þegar samið var um Lífskjarasamninginn en Seðlabankinn lækkaði vexti hratt til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Í kjölfarið tók við vaxtahækkunartímabil. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ skrifa Ragnar og Vilhjálmur í grein sinni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Varaði við launahækkunum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því í maí að brugðist yrði við launahækkunum með frekari vaxtahækkunum. Þá var Seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1,0% og sagði Ásgeir að framhaldið myndi velta á viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar, eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ var haft eftir seðlabankastjóra í Markaðinum. „Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ bætti hann við. Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta segja Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þeir gagnrýna vaxtahækkanir Seðlabankans og segja í grein sem birtist á Vísi að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Sökum þess hafi verið samið með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. „Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“ Hið sama eigi við um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafi að mati verkalýðsforkólfanna hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrisvar sinnum frá því í vor. Stöð 2/Sigurjón Styttist í næstu kjaraviðræðulotu Lífskjarasamingarnir svokölluðu renna formlega út þann 1. nóvember á næsta ári og styttist því óðum í að aðilar vinnumarkaðarins setjist aftur að samningaborðinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa tvöfaldast frá því í lok mars með tilheyrandi áhrifum á óverðtryggða húsnæðislánavexti viðskiptabankanna. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast stýrivexti upp í 1,5% í byrjun október. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð því að þeir verði komnir upp í 4,25% árið 2023. Gangi það eftir verða þeir komnir á sama stað og vorið 2019 þegar samið var um Lífskjarasamninginn en Seðlabankinn lækkaði vexti hratt til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Í kjölfarið tók við vaxtahækkunartímabil. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ skrifa Ragnar og Vilhjálmur í grein sinni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Varaði við launahækkunum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því í maí að brugðist yrði við launahækkunum með frekari vaxtahækkunum. Þá var Seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1,0% og sagði Ásgeir að framhaldið myndi velta á viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar, eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ var haft eftir seðlabankastjóra í Markaðinum. „Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ bætti hann við.
Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50