Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 16:00 Minningarathöfn um Halyna Hutchins var haldin í gær. AP Photo/Chris Pizzello Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58