Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Þorgils Jónsson skrifar 23. október 2021 21:48 Halyna Hutchins og Alec Baldwin. Eiginmaður Halynu sendi henni kveðju á Instagram, en hann sagðist áður hafa talað við Baldwin. Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. View this post on Instagram A post shared by Matthew Hutchins (@mhutchins777) Frá þessu segir á vef People. Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza. Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning. Leikstjórinn eyðilagður Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum. „Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza. „Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“ „Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“ Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Matthew Hutchins (@mhutchins777) Frá þessu segir á vef People. Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza. Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning. Leikstjórinn eyðilagður Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum. „Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza. „Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“ „Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“ Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58