Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 14:50 Tölvuþrjótarnir hafa krafist lausnargjalds. vísir/vilhelm Mögulegt er að tölvuþrjótar sem gerðu árás á póstþjón Háskólans í Reykjavík (HR) í síðustu viku hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna. HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu.
Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05