Getur endað með einangrun ungs fólks Sigríður Fossberg Thorlacius skrifar 22. október 2021 08:04 Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun