Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 20:18 Rakel Dögg Bragadóttir var mjög ánægð með fyrri hálfleikinn gegn Val en ekki jafn ánægð með þann seinni. vísir/vilhelm Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. „Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira