Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 20:18 Rakel Dögg Bragadóttir var mjög ánægð með fyrri hálfleikinn gegn Val en ekki jafn ánægð með þann seinni. vísir/vilhelm Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. „Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira