Öldrunarfordómar, Landpítalinn og heilbrigðisþjónustan Ólafur Samúelsson, Anna Björg Jónsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Þórhildur Kristinsdóttir skrifa 22. október 2021 08:00 Orð og hugtök eins og „fráflæðisvandi”, „aldraðir sem teppa bráðamóttökuna” og „útskriftarvandi” gefa öll þá mynd að aldraðir einstaklingar séu vandamál, að þeir séu fyrir og það þurfi að „leysa” vandann. Orðræðan er gjarnan í þá átt að viðkomandi sé ekki á réttum stað í kerfinu eða að dvöl þar sé viðkomandi skaðleg í stað þess að aðlaga umhverfið og þjónustuna að sístækkandi skjólstæðingahópi með breyttar þarfir. Það er ekki laust við að í bæði orðavali og lausnum felist aldursfordómar. Sífelldur vandi Landspítala og bráðamóttöku er kerfislægur og ekki þeim sem þangað leita að kenna. Aldursþróun íslensks samfélags eru ekki nýjar fréttir. Það hefur lengi blasað við að öldruðum í samfélaginu fjölgar og nægir í því samhengi að minna á svokallaða eftirstríðsárakynslóð sem kom í heiminn fyrir um 70 árum. Minnkun ungbarnadauða og betra almennu heilsufari má þakka hversu margir ná háum aldri og er auðvitað fagnaðarefni hverju samfélagi. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fjöldi 85 ára og eldri mun líkast til tvöfaldast á næstu 2 áratugum (Hagstofa Íslands: Mannfjöldaþróun eldri aldurshópa). Meirihluti hóps 67 ára og eldri býr við góða heilsu og sinnir sínu án mikillar aðkomu heilbrigðiskerfisins og hjá flestum er það ekki fyrr en í blálokin á lífshlaupinu að þjónustuþörfin eykst verulega. Flestar rannsóknir sýna að innan hóps 67 ára og eldri eru ekki nema um 10-15% sem teljast stórnotendur heilbrigðisþjónustu. Það segir sig þó sjálft að stóraukinn fjöldi háaldraðra leiðir af sér að æ fleiri þurfa fjölfaglega og flókna þjónustu. Skjólstæðingahópur sjúkrahúsa endurspeglar þetta og hefur í vaxandi mæli breyst úr einstaklingum með eitt bráðavandamál í hrumari, eldri einstaklinga með eitt bráðavandamál og fjölda samverkandi þátta sem þarf að huga að samhliða. Þessi breyting kallar á fjölbreyttar lausnir í áherslum og vinnulagi sjúkrahússþjónustu og reyndar í heilbrigðisþjónustunni allri. Í stað þess að furða okkur stöðugt á fjölda eldra fólks á spítalanum þurfum við að viðurkenna að þessi hópur er eðlilegur þiggjandi þjónustu hátæknisjúkrahúss. Nútímavæða þarf þjónustu Landspítalans þannig að þörfum þessa sístækkandi hóps sé mætt á heildrænan hátt og að umhverfi og starf deilda dragi úr líkum á færnitapi meðan á sjúkrahússdvöl stendur. Færniskerðing og óráð í bráðaveikindum torvelda oft útskriftir í heimahús að meðferð lokinni. Vinnulag með heildrænu öldrunarmati þar sem við á er tæki til að meta þarfir og beina meðferð og þjónustu í eðlilegan farveg. Þessar breytingar á vinnulagi þurfa að haldast í hendur við möguleika á fjölbreyttum meðferðarúrræðum og viðeigandi þjónustu. Því miður virðist sem Landspítalann skorti stefnu um hlutverk öldrunarlækninga innan hans og viðbrögð í of mörgu eru til að mæta endurteknu krísuástandi með aðferðum sem í raun draga úr tækifærum og getu öldrunarlækninga til að sinna sérhæfðum verkefnum sínum. Sérþekkingu öldrunarlækna og öldrunarteyma mætti nýta mun skilvirkar en gert er ráð fyrir í núverandi umhverfi Landspítala. Það er löngu orðið tímabært að fara yfir heilbrigðis- og félagsþjónustu við eldri borgara í heild sinni og samþætta úrræði. Verkefnið er raunar orðið svo brýnt og aðkallandi að við undirrituð köllum eftir sérstöku öflugu öldrunarmálaráðuneyti með öldrunarmálaráðherra. Það þarf að skilgreina hvaða þjónustu og meðferð er nauðsynlegt að veita á sjúkrahúsum og hvað er skilvirkara og hagkvæmara að gera utan þeirra. Öldrunarlækningadeildir Landspítalans gegna mikilvægu hlutverki en ættu að geta einbeitt sér betur að greiningu og meðferð en nú er. Þjónusta göngudeildar öldrunarlækninga til að sinna eftirfylgd og greiningarvinnu fyrir heilsugæslu og heimaþjónustu er ekki síður mikilvæg og ætti að geta dregið úr óviðeigandi notkun bráðaþjónustu auk þess sem minnismóttaka Landspítala hefur sterkan faglegan grunn og starfsemi en skortir nægilega mönnun fagfólks til að sinna þjónustu við ört stækkandi hóp einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm. Fleiri möguleikar viðeigandi endurhæfingar eftir bráðaveikindi og úrræða í heimahúsi eða á dagþjálfunum draga úr hjúkrunarheimilisþörf og efling slíkra úrræða utan spítalans hefur bein áhrif á að leysa langvinnan vanda hans. Mikilvægt er að þessi úrræði séu uppbyggð með þarfir notenda í huga og séu ekki sýndarúrræði. Teymisvinna, samfella í meðferð, skýrar boðleiðir, upplýsingagjöf milli þjónustuaðila, viðeigandi fyrirbyggjandi aðgerðir og aðgangur að sérfræðiráðgjöf gera slík úrræði skilvirk og hagkvæm bæði fyrir samfélagið og einstaklinga. Kaupandi þjónustunnar, sem er oftast hið opinbera, þarf að sjá til þess að hún uppfylli faglegar kröfur. Bráðabirgðalausnir eins og að auka enn við biðpláss á Landspítala með óskilgreind hlutverk, undirmannaðar endurhæfingardeildir á Landakoti eða að breyta einbýlum í tvíbýli á hjúkrunarheimilum mun reynast erfitt að vinda ofan af síðar. Má sem dæmi nefna hjúkrunardeildir á Vífilsstöðum sem stofnað var til árið 2013 til að mæta bráðavanda og stóð til að endurskoða 6 mánuðum síðar. Á þeim tíma voru 40-50 einstaklingar í bið eftir hjúkrunarrými, nú eru þeir á bilinu 80-120. Slíkar lausnir gera lítið úr eiginlegum þörfum þessara einstaklinga og aðstandenda þeirra og þjóna ekki þörfum bráðaþjónustu Landspítalans nema í nokkra mánuði áður en aftur er staðið í sömu sporum. Þær endurspegla auk þessa aldursfordóma. Spurning er hversu lengi samfélagið getur sætt sig við að stærri og stærri hluti kynslóðar eyði lokametrum lífs síns í bráðabirgða úrræðum til æ lengri tíma. Forgangsverkefni ætti að vera að leysa langvinnan vanda Landspítalans með heildrænni samþættri kerfisbreytingu sem þjónar hagsmunum fjölveikra eldri skjólstæðinga. Að ráðast í slíka vinnu á skipulagðan, faglegan og hagkvæman hátt með heildaryfirsýn á eftir að leysa mörg mál samtímis. Einfaldar lausnir eins og fleiri tímabundin rými eða að einblína á byggingu hjúkrunarheimila duga ekki til. Tökum með opnum lausnarmiðuðum huga mestu breytingu á samsetningu mannlegs samfélags í sögu þess. Gætum að orðræðunni og vinnum að lausnum sem þjóna hagsmunum sívaxandi hóps á fjölþættan hátt og sem nýtist best þeim er þurfa og þannig samfélaginu öllu. Við hvetjum þá sem eru að tjá sig um málefnið til að muna að flest verðum við einhvern tíma eldri borgarar og ekkert okkar vill vera „vandamál”. Höfundar eru: Ólafur Samúelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjúkrunarheimilinu Eir og ráðgefandi sérfræðingur í öldrunarlækningum á Landspítala Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarþjónustu Heilsuverndar Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala Þórhildur Kristinsdóttir, yfirlæknir bráðahluta öldrunarlækninga Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Orð og hugtök eins og „fráflæðisvandi”, „aldraðir sem teppa bráðamóttökuna” og „útskriftarvandi” gefa öll þá mynd að aldraðir einstaklingar séu vandamál, að þeir séu fyrir og það þurfi að „leysa” vandann. Orðræðan er gjarnan í þá átt að viðkomandi sé ekki á réttum stað í kerfinu eða að dvöl þar sé viðkomandi skaðleg í stað þess að aðlaga umhverfið og þjónustuna að sístækkandi skjólstæðingahópi með breyttar þarfir. Það er ekki laust við að í bæði orðavali og lausnum felist aldursfordómar. Sífelldur vandi Landspítala og bráðamóttöku er kerfislægur og ekki þeim sem þangað leita að kenna. Aldursþróun íslensks samfélags eru ekki nýjar fréttir. Það hefur lengi blasað við að öldruðum í samfélaginu fjölgar og nægir í því samhengi að minna á svokallaða eftirstríðsárakynslóð sem kom í heiminn fyrir um 70 árum. Minnkun ungbarnadauða og betra almennu heilsufari má þakka hversu margir ná háum aldri og er auðvitað fagnaðarefni hverju samfélagi. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fjöldi 85 ára og eldri mun líkast til tvöfaldast á næstu 2 áratugum (Hagstofa Íslands: Mannfjöldaþróun eldri aldurshópa). Meirihluti hóps 67 ára og eldri býr við góða heilsu og sinnir sínu án mikillar aðkomu heilbrigðiskerfisins og hjá flestum er það ekki fyrr en í blálokin á lífshlaupinu að þjónustuþörfin eykst verulega. Flestar rannsóknir sýna að innan hóps 67 ára og eldri eru ekki nema um 10-15% sem teljast stórnotendur heilbrigðisþjónustu. Það segir sig þó sjálft að stóraukinn fjöldi háaldraðra leiðir af sér að æ fleiri þurfa fjölfaglega og flókna þjónustu. Skjólstæðingahópur sjúkrahúsa endurspeglar þetta og hefur í vaxandi mæli breyst úr einstaklingum með eitt bráðavandamál í hrumari, eldri einstaklinga með eitt bráðavandamál og fjölda samverkandi þátta sem þarf að huga að samhliða. Þessi breyting kallar á fjölbreyttar lausnir í áherslum og vinnulagi sjúkrahússþjónustu og reyndar í heilbrigðisþjónustunni allri. Í stað þess að furða okkur stöðugt á fjölda eldra fólks á spítalanum þurfum við að viðurkenna að þessi hópur er eðlilegur þiggjandi þjónustu hátæknisjúkrahúss. Nútímavæða þarf þjónustu Landspítalans þannig að þörfum þessa sístækkandi hóps sé mætt á heildrænan hátt og að umhverfi og starf deilda dragi úr líkum á færnitapi meðan á sjúkrahússdvöl stendur. Færniskerðing og óráð í bráðaveikindum torvelda oft útskriftir í heimahús að meðferð lokinni. Vinnulag með heildrænu öldrunarmati þar sem við á er tæki til að meta þarfir og beina meðferð og þjónustu í eðlilegan farveg. Þessar breytingar á vinnulagi þurfa að haldast í hendur við möguleika á fjölbreyttum meðferðarúrræðum og viðeigandi þjónustu. Því miður virðist sem Landspítalann skorti stefnu um hlutverk öldrunarlækninga innan hans og viðbrögð í of mörgu eru til að mæta endurteknu krísuástandi með aðferðum sem í raun draga úr tækifærum og getu öldrunarlækninga til að sinna sérhæfðum verkefnum sínum. Sérþekkingu öldrunarlækna og öldrunarteyma mætti nýta mun skilvirkar en gert er ráð fyrir í núverandi umhverfi Landspítala. Það er löngu orðið tímabært að fara yfir heilbrigðis- og félagsþjónustu við eldri borgara í heild sinni og samþætta úrræði. Verkefnið er raunar orðið svo brýnt og aðkallandi að við undirrituð köllum eftir sérstöku öflugu öldrunarmálaráðuneyti með öldrunarmálaráðherra. Það þarf að skilgreina hvaða þjónustu og meðferð er nauðsynlegt að veita á sjúkrahúsum og hvað er skilvirkara og hagkvæmara að gera utan þeirra. Öldrunarlækningadeildir Landspítalans gegna mikilvægu hlutverki en ættu að geta einbeitt sér betur að greiningu og meðferð en nú er. Þjónusta göngudeildar öldrunarlækninga til að sinna eftirfylgd og greiningarvinnu fyrir heilsugæslu og heimaþjónustu er ekki síður mikilvæg og ætti að geta dregið úr óviðeigandi notkun bráðaþjónustu auk þess sem minnismóttaka Landspítala hefur sterkan faglegan grunn og starfsemi en skortir nægilega mönnun fagfólks til að sinna þjónustu við ört stækkandi hóp einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm. Fleiri möguleikar viðeigandi endurhæfingar eftir bráðaveikindi og úrræða í heimahúsi eða á dagþjálfunum draga úr hjúkrunarheimilisþörf og efling slíkra úrræða utan spítalans hefur bein áhrif á að leysa langvinnan vanda hans. Mikilvægt er að þessi úrræði séu uppbyggð með þarfir notenda í huga og séu ekki sýndarúrræði. Teymisvinna, samfella í meðferð, skýrar boðleiðir, upplýsingagjöf milli þjónustuaðila, viðeigandi fyrirbyggjandi aðgerðir og aðgangur að sérfræðiráðgjöf gera slík úrræði skilvirk og hagkvæm bæði fyrir samfélagið og einstaklinga. Kaupandi þjónustunnar, sem er oftast hið opinbera, þarf að sjá til þess að hún uppfylli faglegar kröfur. Bráðabirgðalausnir eins og að auka enn við biðpláss á Landspítala með óskilgreind hlutverk, undirmannaðar endurhæfingardeildir á Landakoti eða að breyta einbýlum í tvíbýli á hjúkrunarheimilum mun reynast erfitt að vinda ofan af síðar. Má sem dæmi nefna hjúkrunardeildir á Vífilsstöðum sem stofnað var til árið 2013 til að mæta bráðavanda og stóð til að endurskoða 6 mánuðum síðar. Á þeim tíma voru 40-50 einstaklingar í bið eftir hjúkrunarrými, nú eru þeir á bilinu 80-120. Slíkar lausnir gera lítið úr eiginlegum þörfum þessara einstaklinga og aðstandenda þeirra og þjóna ekki þörfum bráðaþjónustu Landspítalans nema í nokkra mánuði áður en aftur er staðið í sömu sporum. Þær endurspegla auk þessa aldursfordóma. Spurning er hversu lengi samfélagið getur sætt sig við að stærri og stærri hluti kynslóðar eyði lokametrum lífs síns í bráðabirgða úrræðum til æ lengri tíma. Forgangsverkefni ætti að vera að leysa langvinnan vanda Landspítalans með heildrænni samþættri kerfisbreytingu sem þjónar hagsmunum fjölveikra eldri skjólstæðinga. Að ráðast í slíka vinnu á skipulagðan, faglegan og hagkvæman hátt með heildaryfirsýn á eftir að leysa mörg mál samtímis. Einfaldar lausnir eins og fleiri tímabundin rými eða að einblína á byggingu hjúkrunarheimila duga ekki til. Tökum með opnum lausnarmiðuðum huga mestu breytingu á samsetningu mannlegs samfélags í sögu þess. Gætum að orðræðunni og vinnum að lausnum sem þjóna hagsmunum sívaxandi hóps á fjölþættan hátt og sem nýtist best þeim er þurfa og þannig samfélaginu öllu. Við hvetjum þá sem eru að tjá sig um málefnið til að muna að flest verðum við einhvern tíma eldri borgarar og ekkert okkar vill vera „vandamál”. Höfundar eru: Ólafur Samúelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjúkrunarheimilinu Eir og ráðgefandi sérfræðingur í öldrunarlækningum á Landspítala Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarþjónustu Heilsuverndar Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala Þórhildur Kristinsdóttir, yfirlæknir bráðahluta öldrunarlækninga Landspítala
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar